föstudagur, apríl 15, 2005

Hæðarveikin afstaðin

Við Kilimanjaró fararnir erum að vísu lausir við hæðarveikina en langt frá því komnir niður á jörðina. Núna böðum við okkur bara í sviðsljósinu!

Núna rétt áðan var að birtast frétt um okkur á mbl.is og við erum auðvitað á heimasíðu Skýrr líka.

Í síðustu viku gerðum við okkur lítið fyrir og fræddum alþjóð um æfintýri okkar í dægurmála útvarpi Rásar 2 og svo er eitthvað meira væntanlegt bráðlega. Það er gaman að þessu.

Reyndar voru móttökurnar í matsal Skýrr þegar við vorum komnir aftur til vinnu eiginlega hvað skemmtilegastar en það var fjölmenni, ræður, kökur, myndir, blóm og hvaðeina.

Það er síðan búið að setja góðan slurk af myndum inn á vefinn eins og þessa hérna af sólarlaginu í Masai Mara.



Fleiri myndir eru síðan væntanlegar innan skamms.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó

Hópurinn kom heim fljúgandi með Iceland Express í gærkvöldi. Það verður ærlegt verk að ganga frá myndum úr ferðinni en þær sem ég sjálfur tók (þ.e. Einar Ragnar) eru um 2000 talsins.

Hér er hópurinn á Uhuru Peak í 5895 m hæð og mikil stemning í hópnum.

föstudagur, apríl 01, 2005

Komnir til Nairobi aftur

Komnir til baka ur fraekilegri safariferd til Lake Elementaita, Lake Nakuru og sidast en ekki sist Masai Mara.

A sidastnefnda stadnum vorum vid thrjar naetur i theim rosalegustu bungalo tjoldum sem vid hofum nokkru sinni augum litid.

Saum alls konar villidyr. Fyrsta kvoldid i Mara keyrdum vid fram a ljonafjolskyldu, svona 20 ljon sem voru ad tygja sig i veidiferd naeturinnar. Saum lika onnur dyr s.s. hauga af antilopum, gaselum, buffolum, girfoffum, hyenum og blettatigurinn var flottur. Svarta kobraslangan sem hlykkjadist i grasinu og gerdi sig liklega til ad skvetta a okkur eitri var lika eftirminnileg. Hun var eina dyrid sam Charles leidsogumadur virtist vera hraeddur vid tharna.

Reyndar vorum vid eiginlega komnir med nog af villidyrum tharna og agaett ad komast aftur i borgarumhverfi.

Verdum her i Nairobi a Hotel Fairview i tvaer naetur. Sidan er thad Londin a sunnudag og Keflavik seint um kvold (med Iceland Express) a manudagskvold.

Jamm og eins og einhver gat ser til tha var lelegt GSM samband i Mara og thvi langt a milli fretta thar.

Best ad haetta adur en allur peningurinn manns klarast her! Kostar 15 KSCH minutan held eg!

sunnudagur, mars 27, 2005

Safari

Ég var að fá langt og ítarlegt sms úr safaríferðinni:

"Komnir til Lake Elmenteita þar sem land flamengóanna er og reyndar líka malaríunnar. En við sofum undir moskítóneti, étum pillur og juðum á okkur flugnaeitri. Fórum í göngutúr með skikkjuklæddum masaimanni og Davíð og Enok fóru í útreiðartúr á vatnsbakkanum"

föstudagur, mars 25, 2005

Afslöppun

Núna eru garparnir komnir niður af fjallinu og inn á hótel í bænum Marango í Tansaníu þar sem þeir munu slappa af í dag og á morgun. Nokkuð er um sárar lappir, en allir þó hressir, á leiðinni á pöbbarölt með gædunum! Síðan er það safarí í Kenýa á sunnudaginn.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Toppurinn sigraður

Skilaboðin sem ég setti inn í nótt voru send þegar strákarnir voru á niðurleið af toppnum. Núna rétt áðan fékk ég símhringingu frá Ragga og áður en batteríið í símanum hans kláraðist tókst honum að segja mér að gönguferðin hefði gengið rosalega vel. Þeir væru allir við góða heilsu, engin uppköst ennþá en það má búast við þeim þegar menn eru í svona mikilli hæð. Hann sagði að það hefði verið svolítið frost á toppnum en þó ekki mjög mikið og þá kláraðist batteríið...

Á morgun munu þeir ganga niður af fjallinu, laugardagurinn fer í afslöppun og á sunnudaginn halda þeir í safarí.

Allir upp!

Þeim tókst það! Var að fá skilaboð sem hljóðuðu svona:

"Allir upp heilsa góð blogga"!!

laugardagur, mars 19, 2005

Komnir til Afríku

Þar sem ég var ráðin ritari Kilimanjaro hóps Skýrr mun ég reyna að koma öllum skilaboðum sem ég fæ frá hópnum hér inn. Og kannski best að kynna sig, ég heiti Ragnhildur og er systir fjallagarpanna Ragga og Gunna.

Eftir eina nótt í London flaug hópurinn til Nairobi síðastliðna nótt og snemma í morgun fékk ég frá þeim skilaboð um að þeir væru lentir og að biðu í langri biðröð eftir að komast í vegabréfatékk. Núna eru þeir væntanlega komnir til Tansaníu og munu hefja gönguna að fjallinu á morgun.