Hæðarveikin afstaðin
Núna rétt áðan var að birtast frétt um okkur á mbl.is og við erum auðvitað á heimasíðu Skýrr líka.
Í síðustu viku gerðum við okkur lítið fyrir og fræddum alþjóð um æfintýri okkar í dægurmála útvarpi Rásar 2 og svo er eitthvað meira væntanlegt bráðlega. Það er gaman að þessu.
Reyndar voru móttökurnar í matsal Skýrr þegar við vorum komnir aftur til vinnu eiginlega hvað skemmtilegastar en það var fjölmenni, ræður, kökur, myndir, blóm og hvaðeina.
Það er síðan búið að setja góðan slurk af myndum inn á vefinn eins og þessa hérna af sólarlaginu í Masai Mara.

Fleiri myndir eru síðan væntanlegar innan skamms.






